Smiðjustígur 3, neðri hæð, Stykkishólmi. Í húsnæðinu var áður afgreiðsla ferjunnar Baldurs,
Húsnæðið skiptist í stóran afgreiðslu- og veitingasal sem byggður var við húsið fyrir ca. 15 til 20 árum, þar sem var veitingasala og verslun og tvö salerni fyrir gesti.
Inn af salnum tvö skrifstofuherbergi og aðstaða fyrir starfólk. Úr sal er gengið inn í lagerrými fyrir skrifstofu og verslun þaðan inn í matvælageymslu sem nýtt var í tengslum við veitingasölu um borð í Baldri, þaðan er gengið inn í sal með stórri innkeyrsluhurð og innaf honum er frystir og þvottahús.
Í heild lítur húsnæðið vel út að innan. Gólf í sal eru steinlögð og parket er á skrifstofuhluta og lager verslunar.
Húsið er vel staðsett niður við höfn og á sal eru stórir gluggar og þaðan er skemmtilegt útsýni yfir höfnina. Þá er góð bílastæði framan við húsið.
Húsnæðið gæti hentað vel undir hverskonar starfsemi svo sem ferðaþjónustu.