48 fm eignarhluti í iðnaðarhúsi, byggðu árið 1988. Í húsinu eru þrír aðrir eignarhlutar. Burðarvirki hússins er úr límtré.
Í eignarhlutanum er kaffistofa og lítið klósett. Einnig er geymsluloft yfir hluta hans.
Á eignarhlutanum er stór, nýleg Héðinshurð með sjálfvirkum opnara. Í hurðinni er gönguhurð.
Gólf eru máluð með epoxýmálningu.
Eignarhlutinn lítur vel út að innan og er mjög vel umgenginn.
Fyrir framan húsið er stórt steinsteypt plan.
Þakið hefur verið endurnýjað og nýjar þakrennur settar á húsið. Aðeins er farið að sjá á klæðningu að utan.