Vesturgata 19, 300 Akranes
51.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
4 herb.
111 m2
51.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1932
Brunabótamat
49.500.000
Fasteignamat
41.150.000


92,2  fm íbúð á annarri hæð í steinsteyptu fjölbýlishúsi byggðu árið 1932 ásamt 19,7 fm. herbergi í kjallara 19,7.  

Húsið er á þremur hæðum auk kjallara og í því eru þrjár íbúðir.

Íbúðin skiptist í hol, tvö svefnherbergi, stofu, baðherbergi og eldhús. Rennihurð er á milli annars svefnherbergisins og stofu.

Ágætar innréttingar eru í íbúðinni og á gólfum eru parket og flísar. Verið er að undirbúa lagningu gólfhita og hefur parket verið fjarlægt af stofugólfi. 

Í kjallara er herbergi  sem er leigt út. Þar er eldunaraðstaða og sturta, en salerni er í sameign. Í kjallara er einnig sameiginlegt þvottahús.

Búið er að endurnýja þrjá glugga í íbúðinni.  Nýlegt járn er á þaki og verið er að leggja dren meðfram tveimur hliðum hússins.

Tvær hliðar hússins eru klæddar með plastklæðningu.

Frá íbúðinni er skemmtilegt útsýni.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.