Til sölu íbúðarhúsalóðin Birkilundur 50B í Sveitarfélaginu Stykkishólmi.
Lóðin er 4683,9 fm að stærð og er skipulögð sem íbúðarhúsalóð.
Samkvæmt skipulagsskilmálum er heimilt að byggja eitt íbúðarhús og tvö aukahús á lóðinni. Heildarbyggingarmagn má vera allt að 250 fm. og skal byggingarefni vera timbur eftir því sem kostur er.
Vegur er að lóðinni og stutt er í rafmagn og vatn.
Hverfið Birkilundur er í Sauraskógi og er þar blönduð byggð sumarhúsa og íbúðarhúsa.
Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir eru á svæðinu sem er kjarri vaxið. Þá eru m.a. á svæðinu veitingahús (Stundarfriður), hestaleiga og fargufa.
Lóðin er ca. 10 km. sunnan við Stykkishólm þar sem eru m.a. sundlaug, verslanir, golfvöllur og góð veitingahús.