94,9 fm. bil í stálgrindarhúsi ásamt ca. 70 fm millilofti eða samtals ca 165 fm.
Í húsnæðinu er nú m.a. rekið keramikverkstæði og fylgir búnaður því tengdur með. Má þar nefna kermikofn, hnoðara, hrærara, massasprautu, rennibekk auk allra smááhalda.
Neðri hæð skiptist í stóran sal, rúmgott herbergi þar sem keramikverkstæðið er og salerni.
Á millilofti sem er afþiljað hefur nýlega verið komið upp fullbúnu eldhúsi og baðherbergi. Þá er á loftinu, góð setustofa og eitt herbergi.
Stór sjálfvirk hurð er á húsnæðinu.
Efri hæðar er ekki getið í fasteignamati.
Sameiginleg lóð er með öðrum eignarhlutum og er hún malbikuð.