70,8 fm. endaíbúð í raðhúsi byggðu árið 2006.
Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, baðherbergi, eitt rúmgott svefnherbergi og samliggjandi stofu og eldhús. Auðveldlega má skipta svefnherberginu í tvö herbergi.
Flísar eru á forstofu þvottahúsi og baðherbergi. Nýlegt parket er á stofu, eldhúsi og herbergi.
Ágætar innréttingar eru í eldhúsi og á baðherbergi. Góðir skápar eru í forstofu og í herbergi og hillur eru í þvottahúsi.
Sólpallur er sunnan við húsið og er gengið á hann úr stofu.
Íbúðin er staðsett miðsvæðis og er öll þjónusta í göngufæri.
Íbúðin gæti hentað sem orlofsíbúð.