125,6 fm. iðnaðarhúsnæði í stálgrindarhúsi byggðu árið 2023. Í húsinu eru 7 aðrir eignarhlutar.
Eignin er 100 fm. að gólffleti ásamt 25,6 fm. millilofti. Vegghæð er ca. 5 metrar við útvegg og ca. 7 metrar við kjöl.
Á húsinu eru stór innkeyrsluhurð og gönguhurð.
Eignin verður afhent með fullbúnu baðherbergi sem verið er að ganga frá. Þá er möguleiki á að koma upp eldunaraðstöðu í húsnæðinu.
Húsið er kynt með varnadælu (loft í loft) og neysluvatn er hitað með vatnshitara. Þá er fjarstýrð vifta í lofti. Í sal eru tveir vaskar.
Gólf í sal eru máluð með epoxi málningu.
Milliloft er opið og er hringstigi þangað upp.
Framan við húsið er ca 80 fm. steypt plan og bakvið húsið er er sér geymslusvæði sem tilheyrir eigninni.
Eignin er vel staðsett í iðnaðarhverfi í Grundarfirði.